Þýskur Schäfer
Þýskur fjárhundur einnig þekktur sem schafer, german shepherd dog, schaferhund og stundum Alsatian.
Þetta eru fallegir, tignalegir og mjög sterkir hundar.
Liturinn á feldinum kemur oftast í svartur/brúnn, grár/brúnn eða alveg svartir.
Þeir hafa komið í bláum, brúnu og hvítum lit, en þeir litir eru ekki viðurkenndir í Standard.
Þeir eru mikið notaðir sem vinnuhundar vegna hæfni sinnar.
Schafer er ákveðin, hræðslulaus, áhugasamur og athugul, kjarkaður, hlýðinn og eru mjög fljótir að læra.
Schafer elskar að vera með fjölskyldunni sinni og hafa ekki mikinn áhuga á ókunugum.
Þeir eru þekktir fyrir hvað þeir eru húsbóndahollir og hugrakkir, nokkuð ánægðir með sjálfan sig en ekki óvinveittir.
Þeir eru alvarlegir og næstum því eins gáfaðir og við fólkið.
Þessi tegund þarf á fjölskyldunni sinni að halda og líður ekki vel að vera aðskilin frá þeim í langan tíma.
Þeir elska að fá að fara með í bílin þó það sé bara rétt út í búð.
Þeir gelta þegar þess þarf, en eru alls ekki gjammarar í eðli sínu.
Schafer er með mjög sterkt varnareðli, svo það borgar sig að umhverfisvenja þá strax sem hvolpa.
Fullorðin schaferhundur sem ekki hefur verið nógu vel umhverfisvanin getur farið að ofvernda sig og sína.
Það er best að byrja á því að fara í hvolpaskóla og svo hlýðni, enda hafa þeir rosalega gaman að því að læra.
Það þýðir ekkert að reyna ala þá upp með einverjum hasar og hörku. Þeir eru í eðli sínu mjög mjúkir og vilja gera manni allt til hæfis ef vel er farið að þeim. Vel ræktaður, þjálfaður og í góðu jafnvægi er schaferhundur er öllum til mikillar ánægju.
Þessi tegund er það gáfuð og með það einstakt lyktaskyn að þeir hafa nánast verið notaðir í allt:
Schafer getur alveg verið í litillri íbúð, en þá þarf að gera meira fyrir hann utandyra á hverjum degi. það er best að hafa þá í húsnæði með góðum garði. Þeir elska að liggja úti í garði og horfa í kringum sig
Hreyfing:
Það þarf að hreyfa þá daglega (í lágmarki fyrsta árið samt)
Þeim líður best ef þeir fá eitthvað spennandi að gera reglulega svo sem spor eða hlýðni.
Gott er að nýta helgarnar í allskyns útiveru.
Feldhirða:
Schafer fer nokkuð mikið úr hárum og hann skiptir um feld nánast alveg tvisvar á ári. Dagleg burstun er af því góða því þá koma minni hár inní húsið.
Baða þá sem sjaldnast og aldrei rétt fyrir sýningu. Sjá grein um feldhirðu hér
Heilsuvandamál:
Vegna ofræktunar hafa komið upp ýmis vandamál í schafer en þá helst mjaðmalos og olbogalos, allskyns blóðsjúkdómar og ofnæmi. Hér á Íslandi er mjaðmalos algengasta heilbrigðisvandamálið með schaferhundinn. Það borgar sig að kynna sér foreldrana og ættina vel áður enn hvolpur er keyptur
Þetta eru fallegir, tignalegir og mjög sterkir hundar.
Liturinn á feldinum kemur oftast í svartur/brúnn, grár/brúnn eða alveg svartir.
Þeir hafa komið í bláum, brúnu og hvítum lit, en þeir litir eru ekki viðurkenndir í Standard.
Þeir eru mikið notaðir sem vinnuhundar vegna hæfni sinnar.
Schafer er ákveðin, hræðslulaus, áhugasamur og athugul, kjarkaður, hlýðinn og eru mjög fljótir að læra.
Schafer elskar að vera með fjölskyldunni sinni og hafa ekki mikinn áhuga á ókunugum.
Þeir eru þekktir fyrir hvað þeir eru húsbóndahollir og hugrakkir, nokkuð ánægðir með sjálfan sig en ekki óvinveittir.
Þeir eru alvarlegir og næstum því eins gáfaðir og við fólkið.
Þessi tegund þarf á fjölskyldunni sinni að halda og líður ekki vel að vera aðskilin frá þeim í langan tíma.
Þeir elska að fá að fara með í bílin þó það sé bara rétt út í búð.
Þeir gelta þegar þess þarf, en eru alls ekki gjammarar í eðli sínu.
Schafer er með mjög sterkt varnareðli, svo það borgar sig að umhverfisvenja þá strax sem hvolpa.
Fullorðin schaferhundur sem ekki hefur verið nógu vel umhverfisvanin getur farið að ofvernda sig og sína.
Það er best að byrja á því að fara í hvolpaskóla og svo hlýðni, enda hafa þeir rosalega gaman að því að læra.
Það þýðir ekkert að reyna ala þá upp með einverjum hasar og hörku. Þeir eru í eðli sínu mjög mjúkir og vilja gera manni allt til hæfis ef vel er farið að þeim. Vel ræktaður, þjálfaður og í góðu jafnvægi er schaferhundur er öllum til mikillar ánægju.
Þessi tegund er það gáfuð og með það einstakt lyktaskyn að þeir hafa nánast verið notaðir í allt:
- Fjárhundur,
- frábær með hestum
- varðhundur
- lögregluhundur
- blindrahundur
- leitar og björgunarsveitarhundur
- og í hernum.
- spor I, II, III,
- hlýðni I, II, III,
- agility,
- flugbolta
- og margar fleiri greinar sem eru ekki stundaðar hér á landi enn sem komið er.
Schafer getur alveg verið í litillri íbúð, en þá þarf að gera meira fyrir hann utandyra á hverjum degi. það er best að hafa þá í húsnæði með góðum garði. Þeir elska að liggja úti í garði og horfa í kringum sig
Hreyfing:
Það þarf að hreyfa þá daglega (í lágmarki fyrsta árið samt)
Þeim líður best ef þeir fá eitthvað spennandi að gera reglulega svo sem spor eða hlýðni.
Gott er að nýta helgarnar í allskyns útiveru.
Feldhirða:
Schafer fer nokkuð mikið úr hárum og hann skiptir um feld nánast alveg tvisvar á ári. Dagleg burstun er af því góða því þá koma minni hár inní húsið.
Baða þá sem sjaldnast og aldrei rétt fyrir sýningu. Sjá grein um feldhirðu hér
Heilsuvandamál:
Vegna ofræktunar hafa komið upp ýmis vandamál í schafer en þá helst mjaðmalos og olbogalos, allskyns blóðsjúkdómar og ofnæmi. Hér á Íslandi er mjaðmalos algengasta heilbrigðisvandamálið með schaferhundinn. Það borgar sig að kynna sér foreldrana og ættina vel áður enn hvolpur er keyptur
Höfundur :Hjördís H.Ágústsdóttir Allur réttur áskilinn.
Gunnarsholt´s Ræktun 2000.Þetta er til persónulegra notkunar og áskiljum við okkur allan rétt á innihaldi
Gunnarsholt´s Ræktun 2000.Þetta er til persónulegra notkunar og áskiljum við okkur allan rétt á innihaldi