RÆKTUNARSTAÐALL ÞÝSKA FJÁRHUNDSINS
annaðist Philip Vogler í Lingua fyrir Gunnarsholt´s Ræktun.
Allur réttur áskilinn.
Gunnarsholt´s Ræktun 2000.
Þetta er til persónulegra notkunar og áskiljum við okkur allan rétt á innihaldi.
annaðist Philip Vogler í Lingua fyrir Gunnarsholt´s Ræktun.
Allur réttur áskilinn.
Gunnarsholt´s Ræktun 2000.
Þetta er til persónulegra notkunar og áskiljum við okkur allan rétt á innihaldi.
DEUTSCHER SCHÄFERHUND - ÞÝSKUR FJÁRHUNDUR
RÆKTUNARSTAÐALL
STUTT SÖGULEGT YFIRLIT Ræktunarstaðallinn var saminn samkvæmt samþykktum Félags um þýska fjárhunda, (Verein für Deutsche Schäferhunde (SV) e.V.), í Augsburg. Félagið gerðist meðlimur í sambandi þýskra hundaræktarfélaga, (Verband für das Deutsche Hundewesen (VDH)). Á fyrsta aðalfundi sambandsins, sem var haldinn í Frankfurt/ Main þann 20.09.1899, var ræktunarstaðallinn samþykktur. Höfundar voru A. Meyer og von Stephanitz. Viðbætur voru samþykktar á 6. aðalfundi, 28.07.1901; á 13. aðalfundi 17.09.1909 í Köln; á stjórnar- og fagráðsfundi í Wiesbaden, þann 05.09.1930, og á stjórnar- og ræktunarnefndarfundi þann 25.03.1961. Reglurnar voru endurskoðaðar fyrir heimssamband félagasamtaka um þýska fjárhundinn, (Weltunion der Vereine für Deutsche Schäferhunde (WUSV)), og samþykktar á WSUV-fundi þann 30.08.1976. Þær voru endurskoðaðar og skráðar samkvæmt ákvörðun stjórnar og fagráðs þann 23./24.03.1991
HEILDARSVIPUR
Þýski fjárhundurinn er meðalstór, dálítið teygður, kröftugur og vel vöðvaður.
Beinin eru þurr og skrokkurinn í heild þéttur.
MIKILVÆG HLUTFÖLL
Hæð á herðakamb á að vera 60 ¿ 65 cm hjá hundum en 55 ¿ 60 cm hjá tíkum.
Bollengd skal vera 10% ¿ 17% meiri en hæð á herðakamb.
LUNDAFAR
Þýski fjárhundurinn á að vera jafnlyndur, taugasterkur, sjálfsöruggur, fullkomlega yfirvegaður og ljúfur, nema hann sé espaður. Hann á að vera athugull og leiðitamur. Einnig skal hann vera hugaður, bardagafús og hafa hörku til að notast sem varðhundur, lögregluhundur og koma að gagni við skepnuvörslu.
HÖFUÐ
Höfuðið er fleyglaga og í samræmi við líkamsstærð (lengd u.þ.b. 40% af herðakambshæð), hvorki gróft né of langt. Heildarsvipur er þurr, hæfilega breitt er milli eyrna. Séð að framan og frá hlið er ennið aðeins lítið eitt kúpt, án eða bara með vart sjáanlega ennisrauf. Hlutföll efri og neðri hluta (andlitshluta) eru 50:50. Jafnvægi er á milli lengdar og breiddar efri hluta höfuðs. Séð að ofan mjókkar efri hluti höfuðs jafnt frá eyrunum fram á nefbak. Ennið er hallandi og ekki mjög greinilega mótað. Neðri hluti (kjafthluti) mjókkar fram (fleyglaga). Efri og neðri skoltur eru sterklega mótaðir. Nefbakið er beint, dældað eða kúpt nef er óæskilegt. Varir eru dökkar, strengdar og lokast vel.
NEF
Verður að vera svart.
TENNUR
Verða að vera sterkar, heilbrigðar og nauðsynlegt er að full tala (42 skv. tannareglunni, 22 í efri góm og 20 í neðri) sé fyrir hendi. Þýski fjárhundurinn er með skærabit, sem þýðir að efri framtennur grípa eins og skæri fram fyrir neðri framtennur.
Gallar: Tannraðir sem snertast (standast á), yfirbit, þ.e. efri tennur fara fram fyrir þær neðri - eða undirbit, þ.e. neðri tennur standa fram fyrir þær efri. Galli telst einnig ef mikil bil eru á milli tanna og ef tanngarður framtanna er beinn. Kjálkabein verða að vera mikil og sterk, því þá eru tennur vel festar í tanngarðinn.
AUGU
Meðalstór, möndlulöguð, liggja dálítið á ská, standa ekki fram. Liturinn á að vera sem dekkstur. Ljós, stingandi augun hafa áhrif á svip hundsins og eru því óæskileg.
EYRUN
Þýski fjárhundurinn hefur meðalstór, upprétt eyru. Þau standa samhliða, upprétt (ekki inndregin til hliðar), mjókkandi fram í oddinn og vísa fram. Brotin eða hangandi eyru teljast gölluð. Ekki telst galli þó eyrun leggist aftur að höfðinu í hvíld eða þegar hundurinn er á hreyfingu.
HÁLS
Sterkur og vel vöðvaður. Engin laus húð undir kverkum. Reising frá bol 45°.
BOLUR
Yfirlína frá hálsi yfir skýrt afmarkaðan herðakamb, yfir dálítið hallandi bak og án sýnilegs brots yfir á örlítið hallandi lend. Bakið er þétt, sterkt og vel vöðvað. Spjaldhryggur skal vera breiður, sterklegur og vel vöðvaður. Lendin á að vera löng og dálítið hallandi (u.þ.b. 23° frá láréttu). Slétt, óbrotin lína að skottinu.
BRINGA
Hæfilega breið, undirbringa sem lengst og greinilegust. Brjóstdýpt u.þ.b. 45% - 48% af herðakambshæð. Rif jafnt hvelfd. Tunnulöguð eða flöt rif eru óæskileg.
SKOTTIÐ
nær a.m.k. niður að konungsnefi, þó ekki niður fyrir miðjan fótinn. Hárin eru nokkuð lengri að neðanverðu. Skottið er borið í mjúkum, hangandi boga. Það lyftist í æsingi eða þegar hundurinn er á hreyfingu, þó ekki yfir láréttu. Bannað er að breyta skottinu með uppskurði.
FÆTUR
Þýski fjárhundurinn er brokkari. Lengd fóta og vinklar eiga að tryggja að hundurinn geti gengið inn undir sig og gripið álíka mikið fram án þess að verulegar breytingar verði á yfirlínu baksins. Séu afturfætur meira vinklaðir minnkar festan og þolið og þar með afkastageta hundsins. Séu hlutföll og vinklar eins og æskilegt er, verða hreyfingar lyftingalitlar og rúmar og sýnast áreynslulausar. Höfuðið teygist fram, skottinu er lyft örlítið og hundurinn brokkar með jöfnum, rólegum takti. Frá eyrnaoddum um hnakka og bak og aftur á enda skotts verður til jöfn mjúklega sveigð og óbrotin lína.
HÚÐIN
Húðin er laus en myndar ekki fellingar.
HÁRAFAR
Rétt hárafar þýska fjárhundsins samanstendur af vindhárum og undirfeldi. Vindhárin eiga að vera sem þéttust, bein, strý og liggja þétt að líkamanum. Þau eru snögg við hausinn, í eyrum, framan á fótum og á loppum og tám. Við hálsinn eru þau nokkuð lengri og þéttari. Aftan á fótum eru hárin lengri niður á framhné og hækilliði. Aftan á lærunum myndast buxur.
LITIR
Svart með rauðjörpum, jörpum, gulum eða ljósgráum svæðum; einlita svart; grátt með dökkskýjuðum svæðum, svörtu baki og grímu. Lítt áberandi, litlir ljósir blettir á bringu og ljós innri hliðarsvæði eru leyfileg en ekki æskileg. Nefið skal undir öllum kringumstæðum vera svart. Ef gríma er ekki til staðar, augun eru ljós eða stingandi, ljósir og allt að því hvítir blettir finnast á bringu eða innri hliðum er um litarefnisgalla að ræða. Einnig ef klær eru ljósar og rauð hár eru á enda skotts.
STÆRÐ OG ÞYNGD
Eistun eiga að vera eðlileg og algjörlega niðri í pungnum.
GALLAR
Hvers kyns frávik frá ofantöldu teljast gallar. Þeir dæmast í réttu hlutfalli við hve alvarleg frávikin eru.
ALVARLEGIR GALLAR
Frávik frá staðlinum, sem rýra notkunargildi eða hæfni hundsins eru eftirfarandi:
Gallar á eyrum: Ekki nógu hátt sett eyru, brot í eyrunum, skjaldspennustilling, eyrun ekki nógu stinn.
Veruleg litafrávik.
Hundurinn er engan veginn nógu stinnur.
Tanngallar: Öll frávik frá skærabiti og tannreglu.
GALLAR SEM GERA HUNDINN ÓHÆFAN
a) Gallað geðslag, árásargirni og taugaveiklun.
b) Staðfest alvarlegt mjaðmarlos.
c) Eineistngur eða annað eistað kemur ekki niður, mikill stærðarmunur eða mjög lítil eistu.
d) Gölluð eyru eða lélegt skott sem rýrir heildarsvip.
e) Aflögun í sköpulagi.
f) Tanngallar:
h) Hundar með yfir¿ eða undirstærð (meira en 1 cm).i) Albinói.
j) Hvítur hundur (jafnvel þótt augun og neglur séu dökk).
k) Löng vindhár, sítt, mjúkt hár sem liggur ekki þétt að skrokknum
og undirfeldur. Síð hár við eyrun og á fótum, aftan á lærum (buxur)
og síðhært skott (¿fáni¿, mjög langt, hangandi hár)
l) Vindhár sítt, mjúkt og enginn undirfeldur, oftast skipt eftir miðju baki, fánar við eyrun, á fótum og á skottinu.
RÆKTUNARSTAÐALL
STUTT SÖGULEGT YFIRLIT Ræktunarstaðallinn var saminn samkvæmt samþykktum Félags um þýska fjárhunda, (Verein für Deutsche Schäferhunde (SV) e.V.), í Augsburg. Félagið gerðist meðlimur í sambandi þýskra hundaræktarfélaga, (Verband für das Deutsche Hundewesen (VDH)). Á fyrsta aðalfundi sambandsins, sem var haldinn í Frankfurt/ Main þann 20.09.1899, var ræktunarstaðallinn samþykktur. Höfundar voru A. Meyer og von Stephanitz. Viðbætur voru samþykktar á 6. aðalfundi, 28.07.1901; á 13. aðalfundi 17.09.1909 í Köln; á stjórnar- og fagráðsfundi í Wiesbaden, þann 05.09.1930, og á stjórnar- og ræktunarnefndarfundi þann 25.03.1961. Reglurnar voru endurskoðaðar fyrir heimssamband félagasamtaka um þýska fjárhundinn, (Weltunion der Vereine für Deutsche Schäferhunde (WUSV)), og samþykktar á WSUV-fundi þann 30.08.1976. Þær voru endurskoðaðar og skráðar samkvæmt ákvörðun stjórnar og fagráðs þann 23./24.03.1991
HEILDARSVIPUR
Þýski fjárhundurinn er meðalstór, dálítið teygður, kröftugur og vel vöðvaður.
Beinin eru þurr og skrokkurinn í heild þéttur.
MIKILVÆG HLUTFÖLL
Hæð á herðakamb á að vera 60 ¿ 65 cm hjá hundum en 55 ¿ 60 cm hjá tíkum.
Bollengd skal vera 10% ¿ 17% meiri en hæð á herðakamb.
LUNDAFAR
Þýski fjárhundurinn á að vera jafnlyndur, taugasterkur, sjálfsöruggur, fullkomlega yfirvegaður og ljúfur, nema hann sé espaður. Hann á að vera athugull og leiðitamur. Einnig skal hann vera hugaður, bardagafús og hafa hörku til að notast sem varðhundur, lögregluhundur og koma að gagni við skepnuvörslu.
HÖFUÐ
Höfuðið er fleyglaga og í samræmi við líkamsstærð (lengd u.þ.b. 40% af herðakambshæð), hvorki gróft né of langt. Heildarsvipur er þurr, hæfilega breitt er milli eyrna. Séð að framan og frá hlið er ennið aðeins lítið eitt kúpt, án eða bara með vart sjáanlega ennisrauf. Hlutföll efri og neðri hluta (andlitshluta) eru 50:50. Jafnvægi er á milli lengdar og breiddar efri hluta höfuðs. Séð að ofan mjókkar efri hluti höfuðs jafnt frá eyrunum fram á nefbak. Ennið er hallandi og ekki mjög greinilega mótað. Neðri hluti (kjafthluti) mjókkar fram (fleyglaga). Efri og neðri skoltur eru sterklega mótaðir. Nefbakið er beint, dældað eða kúpt nef er óæskilegt. Varir eru dökkar, strengdar og lokast vel.
NEF
Verður að vera svart.
TENNUR
Verða að vera sterkar, heilbrigðar og nauðsynlegt er að full tala (42 skv. tannareglunni, 22 í efri góm og 20 í neðri) sé fyrir hendi. Þýski fjárhundurinn er með skærabit, sem þýðir að efri framtennur grípa eins og skæri fram fyrir neðri framtennur.
Gallar: Tannraðir sem snertast (standast á), yfirbit, þ.e. efri tennur fara fram fyrir þær neðri - eða undirbit, þ.e. neðri tennur standa fram fyrir þær efri. Galli telst einnig ef mikil bil eru á milli tanna og ef tanngarður framtanna er beinn. Kjálkabein verða að vera mikil og sterk, því þá eru tennur vel festar í tanngarðinn.
AUGU
Meðalstór, möndlulöguð, liggja dálítið á ská, standa ekki fram. Liturinn á að vera sem dekkstur. Ljós, stingandi augun hafa áhrif á svip hundsins og eru því óæskileg.
EYRUN
Þýski fjárhundurinn hefur meðalstór, upprétt eyru. Þau standa samhliða, upprétt (ekki inndregin til hliðar), mjókkandi fram í oddinn og vísa fram. Brotin eða hangandi eyru teljast gölluð. Ekki telst galli þó eyrun leggist aftur að höfðinu í hvíld eða þegar hundurinn er á hreyfingu.
HÁLS
Sterkur og vel vöðvaður. Engin laus húð undir kverkum. Reising frá bol 45°.
BOLUR
Yfirlína frá hálsi yfir skýrt afmarkaðan herðakamb, yfir dálítið hallandi bak og án sýnilegs brots yfir á örlítið hallandi lend. Bakið er þétt, sterkt og vel vöðvað. Spjaldhryggur skal vera breiður, sterklegur og vel vöðvaður. Lendin á að vera löng og dálítið hallandi (u.þ.b. 23° frá láréttu). Slétt, óbrotin lína að skottinu.
BRINGA
Hæfilega breið, undirbringa sem lengst og greinilegust. Brjóstdýpt u.þ.b. 45% - 48% af herðakambshæð. Rif jafnt hvelfd. Tunnulöguð eða flöt rif eru óæskileg.
SKOTTIÐ
nær a.m.k. niður að konungsnefi, þó ekki niður fyrir miðjan fótinn. Hárin eru nokkuð lengri að neðanverðu. Skottið er borið í mjúkum, hangandi boga. Það lyftist í æsingi eða þegar hundurinn er á hreyfingu, þó ekki yfir láréttu. Bannað er að breyta skottinu með uppskurði.
FÆTUR
- Framfætur Frá öllum hliðum séð eru framfæturnir beinir og séð að framan eru þeir alveg samhliða.
Herðablaðið og bógleggur eru jafnlöng og rækilega fest með sterkum vöðvum við bolinn. Hornið sem herðablað og bógleggur mynda væri fullkomið 90°, en algengt er allt að 110°.
Hvorki í kyrrstöðu né á hreyfingu mega olnbogar snúa út eða vera klesstir að bolnum. Framleggir eru frá öllum hliðum séð beinir, algjörlega samhliða, þurrir, þéttir og vöðvaðir. Lengd fótar er u.þ.b. þriðjungur framleggsins og myndar með honum u.þ.b. 20° - 22° horn. Of mikill halli (meira en 22°) eða of lítill halli (minna en 20°) skerða hæfni hundsins, einkum þolið. - Afturfætur Afturfæturnir eru lítið eitt afturstæðir. Séðir að aftan standa þeir samhliða. Lærbein og sperrileggur eru álíka löng og mynda 120° horn. Lærin eru kröftug og vel vöðvuð. Hækilliðir eru sterklegir og þéttir og afturfótur stendur lóðrétt undir hækilliðnum.
- Loppur eru hringlaga og vel lokaðar. Þófar eru harðir og dökkir; neglur sterkar, kúptar og einnig dökkar.
Þýski fjárhundurinn er brokkari. Lengd fóta og vinklar eiga að tryggja að hundurinn geti gengið inn undir sig og gripið álíka mikið fram án þess að verulegar breytingar verði á yfirlínu baksins. Séu afturfætur meira vinklaðir minnkar festan og þolið og þar með afkastageta hundsins. Séu hlutföll og vinklar eins og æskilegt er, verða hreyfingar lyftingalitlar og rúmar og sýnast áreynslulausar. Höfuðið teygist fram, skottinu er lyft örlítið og hundurinn brokkar með jöfnum, rólegum takti. Frá eyrnaoddum um hnakka og bak og aftur á enda skotts verður til jöfn mjúklega sveigð og óbrotin lína.
HÚÐIN
Húðin er laus en myndar ekki fellingar.
HÁRAFAR
Rétt hárafar þýska fjárhundsins samanstendur af vindhárum og undirfeldi. Vindhárin eiga að vera sem þéttust, bein, strý og liggja þétt að líkamanum. Þau eru snögg við hausinn, í eyrum, framan á fótum og á loppum og tám. Við hálsinn eru þau nokkuð lengri og þéttari. Aftan á fótum eru hárin lengri niður á framhné og hækilliði. Aftan á lærunum myndast buxur.
LITIR
Svart með rauðjörpum, jörpum, gulum eða ljósgráum svæðum; einlita svart; grátt með dökkskýjuðum svæðum, svörtu baki og grímu. Lítt áberandi, litlir ljósir blettir á bringu og ljós innri hliðarsvæði eru leyfileg en ekki æskileg. Nefið skal undir öllum kringumstæðum vera svart. Ef gríma er ekki til staðar, augun eru ljós eða stingandi, ljósir og allt að því hvítir blettir finnast á bringu eða innri hliðum er um litarefnisgalla að ræða. Einnig ef klær eru ljósar og rauð hár eru á enda skotts.
STÆRÐ OG ÞYNGD
- Hundar: Herðakambur: 60 ¿ 65 cmÞyngd: 30 ¿ 40 kg
- Tíkur: Herðakambur: 55 ¿ 60 cmÞyngd: 22 ¿ 32 kg
Eistun eiga að vera eðlileg og algjörlega niðri í pungnum.
GALLAR
Hvers kyns frávik frá ofantöldu teljast gallar. Þeir dæmast í réttu hlutfalli við hve alvarleg frávikin eru.
ALVARLEGIR GALLAR
Frávik frá staðlinum, sem rýra notkunargildi eða hæfni hundsins eru eftirfarandi:
Gallar á eyrum: Ekki nógu hátt sett eyru, brot í eyrunum, skjaldspennustilling, eyrun ekki nógu stinn.
Veruleg litafrávik.
Hundurinn er engan veginn nógu stinnur.
Tanngallar: Öll frávik frá skærabiti og tannreglu.
GALLAR SEM GERA HUNDINN ÓHÆFAN
a) Gallað geðslag, árásargirni og taugaveiklun.
b) Staðfest alvarlegt mjaðmarlos.
c) Eineistngur eða annað eistað kemur ekki niður, mikill stærðarmunur eða mjög lítil eistu.
d) Gölluð eyru eða lélegt skott sem rýrir heildarsvip.
e) Aflögun í sköpulagi.
f) Tanngallar:
- Ef það vantar jaxl (Prämolar 3) og aðra tönn til viðbótar
- / eða vígtönn
- / eða jaxl (Prämolar 4)
- / einn endajaxl (1)
- / endajaxl (2)
- eða samtals þrjár eða fleiri tennur.
h) Hundar með yfir¿ eða undirstærð (meira en 1 cm).i) Albinói.
j) Hvítur hundur (jafnvel þótt augun og neglur séu dökk).
k) Löng vindhár, sítt, mjúkt hár sem liggur ekki þétt að skrokknum
og undirfeldur. Síð hár við eyrun og á fótum, aftan á lærum (buxur)
og síðhært skott (¿fáni¿, mjög langt, hangandi hár)
l) Vindhár sítt, mjúkt og enginn undirfeldur, oftast skipt eftir miðju baki, fánar við eyrun, á fótum og á skottinu.