Almenn umhirða
Feldgerðin á þýskum fjárhundi samanstendur af þykkum, þéttum, ullarkenndum undirfeld og meðal-grófum yfirhárum.
Við hárlos, sem gerist um það bil 2 sinnum á ári, losnar undirfeldurinn og kemur nýr og fallegur undirfeldur í staðinn. Góð leið til að flýta fyrir hárlosi er dagleg burstun yfir feld hundsins. Ekki er sama hvernig bursta er notað og er góð regla að forðast alla bursta sem brjóta hárin eða rífa feld hundsins
Bursti sem mælt er með er pinna bursti með sterkum meðal-hörðum hárum og litlum kúlum á endunum. Einnig er gott að eiga við höndina stálgreiðu með þéttu bili milli pinnana og greiða yfir hundinn þegar búið er að bursta hann með pinna burstanum.
Mikilvægt er að greiða alveg frá húð hundsins og í gegnum hárin.
Bæði pinna burstinn og stálgreiðan er hægt að nálgast í nánast hvaða dýravöruverslun.
Mjög gott er fyrir feld hundsins að fá böðun upp úr góðu sjampói reglulega, eða þegar þörf er á. Til að fá feldinn hreinann þarf að setja sjampó tvisvar í feld hundsins því í fyrstu umferð fer aðeins fitan úr feldinum og í seinni umferð hreinsast feldurinn algjörlega. Við mælum með Plush Puppy All Purpose Shampoo with Henna.
Mjög mikilvægt er að nota aldrei hárnæringu í feld hundsins til að viðhalda grófleika feldsins.
Undirbúningur felds fyrir sýningu
Allir hundar sem eru að fara á sýningu eiga að vera hreinir og þar af leiðandi þarf að baða þá fyrir sýningar.
Gott er að baða hundinn 2-7 dögum fyrir sýningardag
Svona mælum við með að farið sé að:
Feldurinn er bleyttur vel upp og síðan sett sjampó í feldinn. Við mælum með Plush Puppy All Purpose Shampoo with Henna. Sjampóið er síðan skolað úr og sett í aftur.
Athugið að það freyðir vel í feldi hundsins þegar seinni umferð sjampós er sett í. Það gefur til kynna að feldur hundsins sé orðinn hreinn.
Óþarfi er að sjampóið liggi í heldur skiptir meira máli að nudda vel yfir allan búk hundsins. Seinni umferð sjampósins er síðan skoluð vel og vandlega úr.
Aldrei skal nota hárnæringu í feldinn því hún hefur mýkjandi áhrif á feldgerð hundsins sem er ekki æskileg.
Við þvott feldsins lyftist hann upp og loft kemst á milli háranna. Þess vegna er mikilvægt að feldurinn fái 2-7 daga til þess að leggjast niður fyrir sýningardag.
Þegar feldurinn er orðinn þurr, hvort sem hann er látinn þorna sjálfur eða þurrkaður með blásara, þarf að greiða vel og vandlega yfir feldinn. Ef feldurinn er blásinn með kröftugum hundablásara fæst töluvert betri útkoma og feldurinn virðist meiri en hann er.
Eftir þvott og fram að sýningu þarf að passa að hundurinn skítni ekki út.
Höfundur: Anna francesca Rósudóttir
Við hárlos, sem gerist um það bil 2 sinnum á ári, losnar undirfeldurinn og kemur nýr og fallegur undirfeldur í staðinn. Góð leið til að flýta fyrir hárlosi er dagleg burstun yfir feld hundsins. Ekki er sama hvernig bursta er notað og er góð regla að forðast alla bursta sem brjóta hárin eða rífa feld hundsins
Bursti sem mælt er með er pinna bursti með sterkum meðal-hörðum hárum og litlum kúlum á endunum. Einnig er gott að eiga við höndina stálgreiðu með þéttu bili milli pinnana og greiða yfir hundinn þegar búið er að bursta hann með pinna burstanum.
Mikilvægt er að greiða alveg frá húð hundsins og í gegnum hárin.
Bæði pinna burstinn og stálgreiðan er hægt að nálgast í nánast hvaða dýravöruverslun.
Mjög gott er fyrir feld hundsins að fá böðun upp úr góðu sjampói reglulega, eða þegar þörf er á. Til að fá feldinn hreinann þarf að setja sjampó tvisvar í feld hundsins því í fyrstu umferð fer aðeins fitan úr feldinum og í seinni umferð hreinsast feldurinn algjörlega. Við mælum með Plush Puppy All Purpose Shampoo with Henna.
Mjög mikilvægt er að nota aldrei hárnæringu í feld hundsins til að viðhalda grófleika feldsins.
Undirbúningur felds fyrir sýningu
Allir hundar sem eru að fara á sýningu eiga að vera hreinir og þar af leiðandi þarf að baða þá fyrir sýningar.
Gott er að baða hundinn 2-7 dögum fyrir sýningardag
Svona mælum við með að farið sé að:
Feldurinn er bleyttur vel upp og síðan sett sjampó í feldinn. Við mælum með Plush Puppy All Purpose Shampoo with Henna. Sjampóið er síðan skolað úr og sett í aftur.
Athugið að það freyðir vel í feldi hundsins þegar seinni umferð sjampós er sett í. Það gefur til kynna að feldur hundsins sé orðinn hreinn.
Óþarfi er að sjampóið liggi í heldur skiptir meira máli að nudda vel yfir allan búk hundsins. Seinni umferð sjampósins er síðan skoluð vel og vandlega úr.
Aldrei skal nota hárnæringu í feldinn því hún hefur mýkjandi áhrif á feldgerð hundsins sem er ekki æskileg.
Við þvott feldsins lyftist hann upp og loft kemst á milli háranna. Þess vegna er mikilvægt að feldurinn fái 2-7 daga til þess að leggjast niður fyrir sýningardag.
Þegar feldurinn er orðinn þurr, hvort sem hann er látinn þorna sjálfur eða þurrkaður með blásara, þarf að greiða vel og vandlega yfir feldinn. Ef feldurinn er blásinn með kröftugum hundablásara fæst töluvert betri útkoma og feldurinn virðist meiri en hann er.
Eftir þvott og fram að sýningu þarf að passa að hundurinn skítni ekki út.
Höfundur: Anna francesca Rósudóttir
Umhirða á klómKlóin er samsett úr hornlagi sem umlykur æða- og taugaendaríka kviku. Hún endar í oddi sem er mishvass eftir dýrategund og til hvers dýrið notar klærnar. Hornlag klónna getur ýmist verið ljóst eða dökkt á litinn og þegar það er ljóst, skín kvikan í gegn um hornlagið. Klær hunda þarfnast reglulegs eftirlits og umhirðu rétt eins og annað, því þær vaxa stöðugt. Verði klær of langar geta þær heft eðlilegar hreyfingar dýrsins, valdið því óþægindum og jafnvel sársauka. Í náttúrunni slíta hundar klónum eðlilega við hlaup og veiðar. Öðru máli gegnir um nútíma “borgarhunda” sem ganga oftast aðeins stutta túra í einu og reyna sjaldnast mikið á sig. Líkurnar á ofvöxnum klóm eru auðvitað meiri hjá þeim dýrum sem hreyfa sig lítið en þeim sem hreyfa sig mikið við ólíkar aðstæður - og einnig hjá léttari hundategundum frekar en þeim hundum stíga þyngra til jarðar. Klippa þarf klærnar reglulega til að halda þeim í eðlilegri lengd og sérstaklega verður að fylgjast vel með sporunum, en það eru klærnar sem sitja aðeins ofan við loppurnar á innanverðum framfótum og einnig á afturfótum hjá sumum hundategundum. Sé hundur mikið á ferðinni í mis”grófu” umhverfi getur verið nægilegt að klippa klærnar á 6 - 8 vikna fresti En sé hundurinn hins vegar í rólegri kantinum, ætti þumalfingurreglan að vera sú að snyrtaklærnar á 2ja - 4 vikna fresti. Ef klær verða of langar hafa þær tilhneigingu til að vaxa í hring og inn í þófann. Eins og nærri má geta er það auðvitað mjög sársaukafullt og getur að auki valdið alvarlegri sýkingu. Bognar klær eru of langar og heyrist þegar hundurinn stígur niður, eru klærnar líka of langar. Eðlilegar og rétt klipptar klær snerta ekki undirlagið þegar hundurinn stendur í fæturna og ekki heyrist þegar hann gengur á parketti eða stétt. Sjá myndir |
Höfundur: Anna Francesca Rósudóttir