Um okkur
Schaferhundar hafa lengi verið til á íslandi en viðurkennd ræktun á þeim hefst ekki fyrr um 1990.
það var í rauninni ekki hægt fyrr en að innflutningur á hundum var leyfður til Íslands með tilkomu einangrunarstöðvarinar. Litið var hægt að nota þá hunda sem til voru hér fyrir vegna skyldleika og ófullnægjandi ættbóka.
Ég eignast minn fyrsta schafer, Pjakk, 1991. Hann var undan smygluðum hundi sem hét Markallens Grando og tík sem hét Nellý, sem var ein af þessum fáu sem hægt var að nota úr gamla stofninum. Gotið sem Pjakkur var úr var þá annað gotið hér á landi sem var viðurkennt af HRFÍ.
Pjakkur varð því miður undir bíl aðeins 9 mánaða gamall og lést. Ekkert got var væntanlegt en ég eignast tveggja ára tík úr fyrsta gotinu. Hún hét Íslands Ísafoldar-Korra (HD-C) og var einnig undan Markallens-Grando og smyglaðri tík frá Englandi. Ég sýndi Ís.Ísafoldar-Korru á sýningu HRFÍ 1992 og fékk 1 eink. Þá var ekki aftur snúið, ég ætlaði að fara að rækta schafer. En það var enginn hundur til hér á landi fyrir Ís.Ísafoldar-korru. Þannig að ég hafði samband við Leif og Hildu frá kennel Gildewangen´s í Noregi og keypti af þeim eins og hálfs árs gamlan hund, Gildewangen´s Joop (HD-FRI). Joop var frábær hundur og ég lærði mikið af honum, svo sem hvernig ætti að sýna schafer. Hann varð Íslenskur meistari og fyrsti schaferinn hér á landi til að lenda í verðlaunasæti í úrslitum á sýningu HRFÍ, Besti Hundur Sýningar þar sem hann endaði í 4 sæti. Hann var einnig fyrsti schafer-hundurinn til að fá heiðurverðlaun fyrir afkvæmi (undan 4 tíkum).
Ég ræktaði tvisvar undan Gildewangen´s Joop og Ís.Ísafoldar-Korru með ágætum árangri og lánaði hann á systir Pjakks hana Eldey, sem kom mjög vel út. Enn vantaði mig betri tík ef ég ætlaði að halda þessu áfram. Ís.Ísafoldar-Korra var að mörgu leiti góð, en skapgerðin var ekki nógu góð og einnig komu hundarnir undan henni ekki vel út með tilliti til mjaðmalos. Gildewangen´s Joop missti lífsviljann og lést, þrátt fyrir árangurslausar tilraunir, árið 1998. Stuttu eftir að eigandi hans lést. Til voru ekki betri félagar.
Ég var búin að vera í góðu sambandi við Leif og Hildu og farið til þeirra í heimsókn nokkrum sinnum til að skoða úrval af mjög góðum hundum. Þau seldu mér svo tíkina Xandra vom Laacher-Haus sem þau höfðu sjálf flutt inn frá Þýskalandi. Einnig var hún HD fri og allar hennar ættir. Leif og Hilda létu fjögurra mánaða gamlan hvolp fylgja með í kaupunum. Það var enginn annar en Gildewangen´s Aramis.
Ég hef ræktað undan þeim öllum og dætrum hennar Xöndru með mjög góðum árangri og hafa flestir hundar sem hafa verið myndaðir frá þeim komið mjög vel út. Erum við þegar komin með 5 kynslóð Gunnarsholts í beinan legg frá henni Xöndru.
Allir karlhundar sem hafa verið notaðir í okkar ræktun eru innfluttir frá Noregi/Danmörku og ein tík er fædd í þýskalandi. Það er þar með ekki sagt að þeir séu Norskir eða Danskir. Þeir eru allir undan topp þýskum blóðlínum sem eru í notkun allstaðar í heiminum. Allir feður hundanna sem við höfum flutt inn eru þýskir og ef móðirin er ekki þýsk þá er hún undan þýskum hundum. Þannig að það er óhætt að segja að við séum að rækta undan hundum frá heimalandi Schafersins. Einnig eru allir innfluttu hundarnir okkar undan hundum sem hafa staðist Mental-test og vinnuhundapróf hvort sem það frá Þýskalandi eða Norðurlöndunum.
Nöfn eins og VA.Apoll von Laacher-Haus, VA. Odin v. Tannemeise, VA. Samb von der Wienerau, VA. Fedor vom Arminius, VA Uran vom Wildsteiger Land (svo nokkur nöfn séu nefnd) eru meðal frægustu hundum í Þýskalandi og viljum við fá einstaklinga sem eru afkomendur hunda sem hafa sannað sig í Þýskalandi og engu öðru landi.
Við höfum það sem reglu hjá okkur að nota einungis sama hundinn tvisvar sinnum á sömu tík. Þetta gerum við til að festast ekki í sama sporinu, og við teljum það ekki að vera að rækta þegar sömu einstaklingarnir notaðir aftur og aftur.
Allir hvolpar fæðast inni hjá okkur og við fylgjumst með grannt með þeim .
Við reynum að velja nýja hvolpaeigendur eftir bestu getu. Það getur þó gerst að heimilisaðstæður breytast og í flestum tilvikum koma þeir heim til okkar aftur, Þar sem þeir eru alltaf velkomnir. Því að okkur finnst að allir hundar eigi skilið að fá tækifæri á góðu lífi hjá góðum eigendum. Okkur finnst ekki réttlætanlegt að það eigi að lóga hundi vegna vandamála sem oftast nær eru eiganda vandamál. Til eru þeir eigendur sem eru búnir skipta út hundum á heimili sínu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á stuttum tíma. En í flestum tilvikum höfum við verið með einsdæmum heppin með góðar fjölskyldur handa hvolpunum okkar.
Við reynum að hvetja okkar hvolpa eigendur til að láta mynda hunda frá okkur og mæta á hundasýningar á vegum HRFÍ. Einnig erum við farinn að leggja mikla áherslu á að eigendur fari með hundana sína í mental-test. Þetta gerum við svo að við vitum hvar við erum stödd sem ræktendur. Einnig er ein besta leiðin fyrir okkur að vita að við séum að rækta hunda sem eru samkvæmt standard er að hvolpaeigendur fari á sýningar, þar sem hundurinn er dæmdur af alþjóðlegum dómurum. Það er alltaf okkar skemmtilegasta sjón þegar hundur frá okkur gengur vel á sýningum. Það staðfestir okkur í þeirri trú að við erum að gera rétt með góðum ræktunardýrum.
Einnig hafa hundar frá okkur staðið sig stórkostlega vel í allskyns vinnu eða vinnuþjálfun. Til dæmis sporleit, agility, lögreglu o.fl.
Hvolpar frá okkur eru þekktir fyrir gott geðslag og verið til fyrirmyndar hvar sem þeir hafa komið. Við höfum oftar en einu sinni verið hrósuð af fólki sem var áður hrætt við tegundina hversu blíðir hundarnir frá okkur eru.
Kveðja
Hjördís Helga Ágústsdóttir og fjölskylda
það var í rauninni ekki hægt fyrr en að innflutningur á hundum var leyfður til Íslands með tilkomu einangrunarstöðvarinar. Litið var hægt að nota þá hunda sem til voru hér fyrir vegna skyldleika og ófullnægjandi ættbóka.
Ég eignast minn fyrsta schafer, Pjakk, 1991. Hann var undan smygluðum hundi sem hét Markallens Grando og tík sem hét Nellý, sem var ein af þessum fáu sem hægt var að nota úr gamla stofninum. Gotið sem Pjakkur var úr var þá annað gotið hér á landi sem var viðurkennt af HRFÍ.
Pjakkur varð því miður undir bíl aðeins 9 mánaða gamall og lést. Ekkert got var væntanlegt en ég eignast tveggja ára tík úr fyrsta gotinu. Hún hét Íslands Ísafoldar-Korra (HD-C) og var einnig undan Markallens-Grando og smyglaðri tík frá Englandi. Ég sýndi Ís.Ísafoldar-Korru á sýningu HRFÍ 1992 og fékk 1 eink. Þá var ekki aftur snúið, ég ætlaði að fara að rækta schafer. En það var enginn hundur til hér á landi fyrir Ís.Ísafoldar-korru. Þannig að ég hafði samband við Leif og Hildu frá kennel Gildewangen´s í Noregi og keypti af þeim eins og hálfs árs gamlan hund, Gildewangen´s Joop (HD-FRI). Joop var frábær hundur og ég lærði mikið af honum, svo sem hvernig ætti að sýna schafer. Hann varð Íslenskur meistari og fyrsti schaferinn hér á landi til að lenda í verðlaunasæti í úrslitum á sýningu HRFÍ, Besti Hundur Sýningar þar sem hann endaði í 4 sæti. Hann var einnig fyrsti schafer-hundurinn til að fá heiðurverðlaun fyrir afkvæmi (undan 4 tíkum).
Ég ræktaði tvisvar undan Gildewangen´s Joop og Ís.Ísafoldar-Korru með ágætum árangri og lánaði hann á systir Pjakks hana Eldey, sem kom mjög vel út. Enn vantaði mig betri tík ef ég ætlaði að halda þessu áfram. Ís.Ísafoldar-Korra var að mörgu leiti góð, en skapgerðin var ekki nógu góð og einnig komu hundarnir undan henni ekki vel út með tilliti til mjaðmalos. Gildewangen´s Joop missti lífsviljann og lést, þrátt fyrir árangurslausar tilraunir, árið 1998. Stuttu eftir að eigandi hans lést. Til voru ekki betri félagar.
Ég var búin að vera í góðu sambandi við Leif og Hildu og farið til þeirra í heimsókn nokkrum sinnum til að skoða úrval af mjög góðum hundum. Þau seldu mér svo tíkina Xandra vom Laacher-Haus sem þau höfðu sjálf flutt inn frá Þýskalandi. Einnig var hún HD fri og allar hennar ættir. Leif og Hilda létu fjögurra mánaða gamlan hvolp fylgja með í kaupunum. Það var enginn annar en Gildewangen´s Aramis.
Ég hef ræktað undan þeim öllum og dætrum hennar Xöndru með mjög góðum árangri og hafa flestir hundar sem hafa verið myndaðir frá þeim komið mjög vel út. Erum við þegar komin með 5 kynslóð Gunnarsholts í beinan legg frá henni Xöndru.
Allir karlhundar sem hafa verið notaðir í okkar ræktun eru innfluttir frá Noregi/Danmörku og ein tík er fædd í þýskalandi. Það er þar með ekki sagt að þeir séu Norskir eða Danskir. Þeir eru allir undan topp þýskum blóðlínum sem eru í notkun allstaðar í heiminum. Allir feður hundanna sem við höfum flutt inn eru þýskir og ef móðirin er ekki þýsk þá er hún undan þýskum hundum. Þannig að það er óhætt að segja að við séum að rækta undan hundum frá heimalandi Schafersins. Einnig eru allir innfluttu hundarnir okkar undan hundum sem hafa staðist Mental-test og vinnuhundapróf hvort sem það frá Þýskalandi eða Norðurlöndunum.
Nöfn eins og VA.Apoll von Laacher-Haus, VA. Odin v. Tannemeise, VA. Samb von der Wienerau, VA. Fedor vom Arminius, VA Uran vom Wildsteiger Land (svo nokkur nöfn séu nefnd) eru meðal frægustu hundum í Þýskalandi og viljum við fá einstaklinga sem eru afkomendur hunda sem hafa sannað sig í Þýskalandi og engu öðru landi.
Við höfum það sem reglu hjá okkur að nota einungis sama hundinn tvisvar sinnum á sömu tík. Þetta gerum við til að festast ekki í sama sporinu, og við teljum það ekki að vera að rækta þegar sömu einstaklingarnir notaðir aftur og aftur.
Allir hvolpar fæðast inni hjá okkur og við fylgjumst með grannt með þeim .
Við reynum að velja nýja hvolpaeigendur eftir bestu getu. Það getur þó gerst að heimilisaðstæður breytast og í flestum tilvikum koma þeir heim til okkar aftur, Þar sem þeir eru alltaf velkomnir. Því að okkur finnst að allir hundar eigi skilið að fá tækifæri á góðu lífi hjá góðum eigendum. Okkur finnst ekki réttlætanlegt að það eigi að lóga hundi vegna vandamála sem oftast nær eru eiganda vandamál. Til eru þeir eigendur sem eru búnir skipta út hundum á heimili sínu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á stuttum tíma. En í flestum tilvikum höfum við verið með einsdæmum heppin með góðar fjölskyldur handa hvolpunum okkar.
Við reynum að hvetja okkar hvolpa eigendur til að láta mynda hunda frá okkur og mæta á hundasýningar á vegum HRFÍ. Einnig erum við farinn að leggja mikla áherslu á að eigendur fari með hundana sína í mental-test. Þetta gerum við svo að við vitum hvar við erum stödd sem ræktendur. Einnig er ein besta leiðin fyrir okkur að vita að við séum að rækta hunda sem eru samkvæmt standard er að hvolpaeigendur fari á sýningar, þar sem hundurinn er dæmdur af alþjóðlegum dómurum. Það er alltaf okkar skemmtilegasta sjón þegar hundur frá okkur gengur vel á sýningum. Það staðfestir okkur í þeirri trú að við erum að gera rétt með góðum ræktunardýrum.
Einnig hafa hundar frá okkur staðið sig stórkostlega vel í allskyns vinnu eða vinnuþjálfun. Til dæmis sporleit, agility, lögreglu o.fl.
Hvolpar frá okkur eru þekktir fyrir gott geðslag og verið til fyrirmyndar hvar sem þeir hafa komið. Við höfum oftar en einu sinni verið hrósuð af fólki sem var áður hrætt við tegundina hversu blíðir hundarnir frá okkur eru.
Kveðja
Hjördís Helga Ágústsdóttir og fjölskylda