Tegundin |
Berger Blanc Suisse er meðalstór, vöðvastæltur og í góðum hlutföllum.
Hann er fjölhæfur vinnuhundur, fljótur að læra, barngóður og húsbóndahollur. Berger Blanc Suisse er almennt þekktur sem hvítur schäfer og er af sama uppruna og þýskur fjáhundur. Hvíti liturinn gerir hundinn mjög áberandi og auðþekkjanlegan. Þetta eru EKKI albinóar, eins og sjá má á liftarhafti á nefi, augum og þófum. (vegna þess að þeir eru með dökk augu, nef og pigment.) Berger Blanc Suisse er einstaklega félagslyndur og sjálfsöruggur, mikill fjörbolti sem er til í nánast allt. Hann er þrekmikill, léttur á sér og hentar í allskyns vinnu. |
Sagan |
Berger Blanc Suisse eða White Swiss Shepherd er náskyldur þýska fjárhundinum.(German shepherd Dog)
Fyrsti þýski fjárhundurinn sem skráður var árið 1899 hét Horand von Grafrath, hann var undan hvítum hundi sem hét Greif. Þýski fjárhundurinn var fyrst og fremst ræktaður á þeim tíma sem fjárhundur fyrir fé og nautgripi. Sagan segir að að hvíta afbrigðið hafa verið afar vinsælt sérstaklega vegna þess að auðveldara var að greina þá frá úlfum þegar þeir voru að vernda féð. Snemma á 20. öldinni varð dökki liturinn vinsælli og hvíti liturinn sagður (ranglega) valda litaþynningu í tegundinni og útilokaður í ræktun. Hvíti hundurinn varð eftir það nánast útdauður í Evrópu. Árið 1970 var fyrsti White German shepherd klúbburinn stofnaður í Ameríku og Kanada. Fyrsti rekjanlegi hundurinn í Evrópu (Sviss) hét Lobo og tegundinn byrjaði að dafna um alla Evrópu en þá voru þeir gjarnan nefndir American Canadian Shepherd. Síðan þá hefur markviss ræktun á þessari tegund verið um alla Evrópu og í November árið 2002 samþykkti FCI loks tegundina sem Berger Blanc Suisse eða White Swiss Shepherd. |
Heilbrigði
|
Berger Blanc Suisse er almennt mjög heilbrigð tegund. Mjaðma-og olnbogalos er þekkt í tegundinni, og því þarf að mynda öll ræktunadýr áður enn ræktað er undan þeim.
|
Útlit
|
Þar sem Berger Blanc Suisse eru náskyldur þýska fjárhundinum þá er hann alls ekki ólíkur þeim byggingarlega nema þá helst liturinn og með mun eðlilegri mjaðma vinklun (ekki hallandi bak). Hann er aðeins lengri skrokkin en á hæðina með hvítan feld og upprétt eyru. Feldurinn getur verið snögghærður eða síðhærður enn ávalt með þykkan undirfeld, oft þykkari hár um hálsinn sérstaklega á rökkum. Feldurinn á helst að vera eins hvítur og hægt er með svarta augnumgjörð, nef, og varir.
|
Feldhirða
|
Berger Blanc Suisse er með tvöfaldan feld sem skiptist í þykkan undirfeld og yfirhár. Hann fer úr hárum 2 svar á ári og þá þarf að vera duglegur að bursta hann. Það þarf ekki að baða hann oft þó hann sé hvítur nema þá helst fyrir sýningar.
Klær eiga að vera stuttar og vel hirtar. |
Skapgerð
|
Berger Blanc Suisse eru mjög gáfaður, fjörugur, tryggur og geðgóður hundur. Hann er forvitinn og auðveldur í þjálfun. Honum semur mjög vel við önnur gæludýr og hunda. Hann er sterklega byggður og elskar að vinna, hentar því afskaplega vel í allskonar vinnu eins og smölun, hlýðni, hundafimi, spor og varnaþjálfun. Tegundin hefur verið töluvert notuð sem blindrahundar, björgunasveitarhundar og þjónustuhundar. Hann eru ágætis varðhundur en hann er mun mýkri, og ekki eins alvörgefin og sá Þýski en ef á reynir þá passar hann vel uppá fjölskylduna sína. Hann er einstaklega ljúfur , elskar börn og er frábær fjölskyldu hundur.
|