Schutzhund þjálfunarhlutar
Fyrir hvern af þeim þrem titlum sem fjallað er um að ofan eru þrír mismunandi hlutar, spor, hlýðni og varnarvinna.
Alþjóðlegir keppnistitlar
Einkunnir
Útksýringar á titlum
Fyrir hvern af þeim þrem titlum sem fjallað er um að ofan eru þrír mismunandi hlutar, spor, hlýðni og varnarvinna.
- Spor
Í þessum hluta verður hundurinn að nota meðfædda hæfileika til að nota nefið sitt til að finna slóð manneskju og finna hluti sem hafa verið settir niður í slóðina. Lengd, lögun og aldur slóðarinnar fer eftir hvaða titli er verið að sækjast eftir. - Hlýðni
Hlýðnihlutinn inniheldur margar krefjandi æfingar, m.a. hælganga í og án taums, byssuskotspróf, ganga í gegnum hóp af fólki, hreyfiæfingar, innkall, 10-20 mínútna liggja kyrr, sækja, og hopp. Ákveðið munstur er sýnt af stjórnanda hunds eftir minni (ólíkt AKC hlýðni þar sem dómari kallar munstrið til þín). Fullkomin einkunn er 100 stig en 70 stig þarf til að ná. - Varnarvinna
Þessi hluti af Schutzhund þjálfun er mjög flókinn, fyrir langt komna og kenndur með stjórnun í huga. Ekki skal rugla honum saman við lögregluhundaþjálfun eða öryggisgæsluþjálfun. Hundur sem keppir í Schutzhund þarf alltaf að sannast vera með áreiðanlega skapgerð og verður að sýna hugrekki án árásargirni. Hinn “vondi aðili” eða “fígúrant” eins og hann er þekktur í íþróttinni, er alltaf klæddur í varnarbuxur gerðar úr leðri og sérstaka ermi gerða að hluta til úr striga. Hundurinn má bíta í ermina og verður að bíta á réttan hátt. Hundurinn VERÐUR að sleppa erminni eftir skipun. Hundur fellur ef hann sleppur ekki erminni eftir skipun. Fullkomin einkunn er 100 stig en 70 stig þarf til að ná.
- KKL1- Koer-klasse eitt – Tegundardómur – einkunn sem “sérstaklega mælt með til ræktunar”
- FH1 – Spor fyrir lengra komna – Verður að vera a.m.k. 18 mánaða.
- FH2 – Spor fyrir þá sem eru lengst komnir – Verður að vera a.m.k. 20 mánaða.
Alþjóðlegir keppnistitlar
- IPO1 – Alþjóðlegar keppnisreglur sem eru svipaðar Schutzhund prófinu, með einhverjum breytingum.
- IPO2 – Alþjóðlegar keppnisreglur sem svipa mikið til Schutzhund 2 (SchH2), meira krefjandi með spori, hlýðni og varnarvinnu.
- DH – Aðstoðarhundur.
- DPH – Aðstoðar lögregluhundur
- HGH – Smölunarhundur
- LwH – Snjóflóðaleitarhundur
- PFP1 og PFP2 – Lögreglusporahundur
- PH – Lögregluhundur
- ZH1, ZH2 og ZH3 – Tollhundar
Einkunnir
- Frábært – V (Vorzluglich) 286-300
- Mjög gott – SG (Sehr gut) 270-285
- Gott – G (Gut) 240-269
- Ásættanlegt B (Befriedigend) 220-239
- Óásættanlegt M (Mangelhaft) 0-219
Útksýringar á titlum
- KKL1-Korklasse 1 (sérstaklega mælt með til ræktunar af SV)
- KKL2 – Korklasse 2 (Hentar ræktun hjá SV)
- Korkung – (tegundarkönnun)
- Lbz – Lebenszeit (Tegundarkönnun fyrir lífið)
- M- Mangelhaft (Léleg sýningar eða vinnu einkunn)
- VA1 – Sieger – Sigurvegari (Rakki) á innlendri Sieger sýningu
- VA1 – Siegerin – Sigurvegari (Tík) á innlendri Sieger sýningu
- SG – Sehr Gut (Mjög góðar sýningar eða vinnuniðurstöður)
- U – Ungenugend (ófullnægandi sýningar eða vinnuniðurstöður)
- VA – Vorzuglich – Auslese (Frábærar sýningarniðurstöður gefnar aðeins á Sieger sýningum)
- VH – Vorhanden (Fullnægandi sýningar eða vinnuniðurstöður)
- “A” stimpill – Gefur til kynna fullnægandi mjaðmaniðurstöður
- “A-Normal” – SV viðurkenndar eðlilegar mjaðmir
- “Fast Normal”- SV viðurkenndar nær eðlilegar mjaðmir.
- “Noch Zugelassen” – SV viðurkenndar mjaðmir sem leyfðar eru til ræktunar
- OFA – Orthopedic foundation for animals
- OFA – Frábært – Ekkert mjaðmalos, frábær mjaðmakúlumyndun.
- OFA – Gott – Ekkert mjaðmalos, vel myndaður mjaðmaliður
- OFA – Fínt – Ekkert mjaðmalos, vel myndaður mjaðmaliður.
- OFA – Á mörkum – Ekki hægt að ná samkomulagi milli dýralækna um “eðlilega” eða “með mjaðmalos”einkunn mjaðmamynda.
- OFA – Mildur – (1. Einkunn) – Milt mjaðmalos til staðar
- OFA – Miðlungs (2. Einkunn) – Miðlungs mjaðmalos til staðar
- OFA – Alvarlegt (3. Einkunn) – Alvarlegt mjaðmalos til staðar.